Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Isavia heimilt að kyrrsetja flugvélar
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 12:59

Isavia heimilt að kyrrsetja flugvélar

Landsréttur úrskurðaði í gær að Isavia væri heimilt að kyrrsetja flugvélar vegna heildarskulda eiganda eða umráðanda við flugvelli í rekstri félagsins.

Þessi úrskurður er enn og aftur staðfesting á túlkun og beitingu á ákvæði loftferðalaga um kyrrsetningu flugvéla fyrir heildarskuldum.

Samskonar ákvæði er til staðar í fjölda landa, þar á meðal í Bretlandi og Kanada þar sem því hefur verið beitt.

Isavia vill  ítreka þá staðreynd að eigandi TF-GPA, leigufélagið ALC, getur lagt fram viðunandi tryggingu fyrir  skuldinni og þannig fengið flugvélina afhenta þá þegar og komið henni í rekstur aftur.​

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs