Fréttir

Íbúðafélag óskar eftir viljayfirlýsingu vegna 109 íbúða í Innri Njarðvík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 22:57

Íbúðafélag óskar eftir viljayfirlýsingu vegna 109 íbúða í Innri Njarðvík

Íbúðafélag Suðurnesja hsf. hefur óskað eftir því við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að hún staðfesti með viljayfirlýsingu að í nýju deiliskipulagi Reykjanesbæjar sem verið er eða vinna að við Stapa í Innri Njarðvík verði skipulagðar lóðir fyrir Íbúðafélagið. Félagið segir í bréfi til bæjaryfirvalda að það hafi áætlun um byggingu 109 íbúða í fyrsta hluta og verði með fleiri á teikniborðinu á síðari stigum.

„Það er mikilvægt fyrir Íbúðafélagið að fá þessa staðfestu viljayfirlýsingu svo hægt sé að halda áfram undirbúningsferli varðandi fjármögnun og samninga við samstarfsaðila,“ segir í bréfi sem Reykjanesbær veitti móttölku 24. maí sl.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á fundi bæjarráðs þann 13. júní var erindinu frestað og bæjarstjóra falið að vinna frekar í málinu.