Fréttir

Íbúar Suðurnesja yfir 28.000 talsins
VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 20. apríl 2020 kl. 23:02

Íbúar Suðurnesja yfir 28.000 talsins

Íbúar Suðurnesja eru komnir yfir 28.000 talsins og voru þann 1. apríl sl. alls 28.080. Þeim hefur fjölgað um 255 frá 1. desember sl.

Íbúar Reykjanesbæjar voru 19.575 talsins og sveitarfélagið er ennþá það fjórða stærsta á landinu á eftir Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Akureyri er svo fimmta stærsta sveitarfélagið með 19.035 íbúa.

Suðurnesjabær er annað stærsta sveitarfélag Suðurnesja með 3.630 íbúa, Grindavík með 3.544 og Sveitarfélagið Vogar telur 1.331 íbúa.

Hlutfallslega fjölgar íbúum Voga mest á Suðurnesjum en þar hefur íbúum fjölgað um 1,8% frá því í byrjun desember. Í Suðurnesjabæ er 1,2% fjölgun, 1,0% í Grindavík og 0,9% í Reykjanesbæ.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024