Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Íbúar Suðurnesja 27.296 talsins
Fimmtudagur 2. maí 2019 kl. 16:49

Íbúar Suðurnesja 27.296 talsins

Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 0,91% á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. maí 2019. Íbúar Suðurnesja voru 27.296 nú 1. maí og hefur fjölgað um 247 frá 1. desember.
 
Reykjanesbær er enn fjórða stærsta sveitarfélag landsins með 19.035 íbúa þann 1. maí en íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað um 153 frá 1. desember í fyrra.
 
Grindavíkurbær og Suðurnesjabær eru svo gott sem jafnstór sveitarfélög. Suðurnesjabær er 10 íbúum fjölmennari en Grindavík. 3.490 manns búa í Suðurnesjabæ en 3.480 í Grindavík. Síðast þegar við birtum íbúatölur var Grindavík fjölmennara. Þar hefur íbúum fjölgað um 83 eða 2,4% frá 1. desember en í Suðurnesjabæ er fjölgunin ekki nema átta manns á sama tíma.
 
Sveitarfélagið Vogar hefur í dag 1.291 íbúa og hefur fjölgað um þrjá frá 1. desember.
 
Reykjanesbær tók fjórða sætið af Akureyrarbæ fyrr á árinu en 1. maí voru Akureyringar 18.953 á móti 19.035 íbúum Reykjanesbæjar.
Public deli
Public deli