Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Íbúalýðræði og óhagnaðardrifin leigufélög
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 14:55

Íbúalýðræði og óhagnaðardrifin leigufélög

Víkurfréttir lögðu tvær spurningar fyrir oddvita framboða í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningnar 14. maí.

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir er oddviti Pírata og óháðra

Public deli
Public deli

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? 

Íbúalýðræði – að íbúar fái tækifæri til þess að kjósa með rafrænum hætti í bindandi kosningu um málefni sem eru umdeild og jafnvel þverpólitísk. Var t.a.m. gert í Árborg varðandi nýja miðbæinn.

Húsnæðismál. Við eigum að laða að óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd svo fólk hafi í alvöru val á því hvaða húsnæði það vill og hjá hverjum það vill leigja húsnæði, öruggara húsnæði sem verður ekki selt undan fjölskyldum. Fjölga félagslegu húsnæði enda ríflega 200 manns á biðlista eftir slíku húsnæði.

Barnvænt samfélag og öflugur stuðningur við fjölskyldur. Gjaldfrjáls leikskóli 5 ára – vilji til að foreldrar greiði aðeins eitt gjald í leikskóla yngri barna óháð fjölda barna. Mjög mikilvægt að öll börn fái tækifæri til frístunda óháð efnahag foreldra.

Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? 

Helstu málefni sem íbúar eru með í huga eru húsnæðismál, leikskólamál og heilbrigðismál.