Nettó
Nettó

Fréttir

Hvítt duft á nefinu og í buxnavasanum
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 16:15

Hvítt duft á nefinu og í buxnavasanum

Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um nýliðna helgi þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi var með hvítt duft á nefninu og viðurkenndi amfetamínneyslu fyrr um kvöldið. Hann reyndist jafnframt vera með amfetamín í buxnavasanum og var færður á lögreglustöð til skýrslutöku vegna fíkniefnamisferlis.

Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað á varningi fyrir nær 16 þúsund krónur úr Nettóverslun í umdæminu. Haft var upp á hinum fingralanga sem viðurkenndi þjófnaðinn.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs