Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Hvalsneskirkja prýðir erlent dagblað
Sunnudagur 9. desember 2018 kl. 06:00

Hvalsneskirkja prýðir erlent dagblað

Nýlega birtist grein í Boston Herald en blaðamaðurinn þaðan var í heimsókn á nýja hóteli Bláa Lónsins, The Retreat. Í blaðinu lýsir blaðamaðurinn upplifun sinni á Retreat og fer fögrum orðum um þá upplifun. Að auki heillaði Reykjanesið og þá sérstaklega Hvalsneskirkja.

„Við leggjum mikið upp úr því að gestir Bláa Lónsins og þá sérstaklega hótelgestir upplifi Reykjanesið og þær gersemar sem þar leynast. Þessi tiltekni blaðamaður var orðlaus yfir fegurðinni sem hér leynist og þá sérstaklega þegar við komum að Hvalsneskirkju,“ segir Atli Sigurður Kristjánsson markaðs- og samskiptastjóri Bláa Lónsins.

Boston Herald er eitt elsta dagblað Bandaríkjanna.
 

Greinin: https://www.bostonherald.com/2018/11/29/icelands-blue-lagoon-all-about-rest-and-relaxation

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs