Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Húsin verði á einni hæð og íbúðum fækkað
Þetta er tillagan sem fékk ekki grænt ljós hjá skipulagsyfirvöldum í Suðurnesjabæ.
Fimmtudagur 6. október 2022 kl. 09:07

Húsin verði á einni hæð og íbúðum fækkað

Fjölmargar athugasemdir bárust við tillögu að deiliskipulagi Gerða-túns Efra, sem er reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut í Garði í Suðurnesjabæ. Flestar athugasemdirnar snúast um hæð húsa, of mikinn fjölda íbúða, aukna umferð og sé þannig í nokkru ósamræmi við yfirbragð núverandi byggðar sem sé gróið einbýlishúsahverfi, segir í fundargögnum framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar.

„Í ljósi fjölmargra athugasemda íbúa við fyrirliggjandi tillögu um uppbyggingu á reitnum og yfirferð ráðsins á gögnum málsins, leggur ráðið til að tekið sé tillit til fram kominna athugasemda og að málsaðilar geri breytingu á deiliskipulagstillögunni þannig að húsin verði einungis á einni hæð og íbúðum fækkað,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

Public deli
Public deli