Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Hundrað fundir hjá Bergi í Vogum
Bergur Álfþórsson, til vinstri, tekur við bókargjöf úr hendi Ingþórs Guðmundssonar.
Föstudagur 8. nóvember 2019 kl. 14:52

Hundrað fundir hjá Bergi í Vogum

Miðvikudaginn 30. október var haldinn 161. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Á þeim fundi sat bæjarfulltrúinn og formaður bæjarráðs, Bergur Brynjar Álfþórsson, sinn 100. fund í bæjarstjórn.

Fyrsti fundur í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga var haldinn þann 12 janúar 2006. Fram til þess tíma var nafn sveitarfélagsins Vatnsleysustrandarhreppur og æðsta stjórnvaldið á hendi hreppsnefndar. Bergur var kjörinn varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Voga í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í maí 2006. Ellefti fundur bæjarstjórnar var haldinn þriðjudaginn 5. september 2006. Í fundargerð kemur fram að þá hafi Bergur Álfþórsson setið fundinn, sem varamaður fyrir Birgi Örn Ólafsson og mun þetta hafa verið fyrsti fundur Bergs í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bergur hefur setið óslitið í bæjarstjórn frá 2006, fyrst sem varabæjarfulltrúi en frá árinu 2010 sem bæjarfulltrúi.

Sveitarfélagið óskar Bergi til hamingju með þennan áfanga á heimasíðu sinni og þakkar honum störf hans í þágu sveitarfélagsins. Af þessu tilefni færði sveitarfélagið Bergi bókargjöf og á meðfylgjandi mynd má sjá Ingþór Guðmundsson forseta bæjarstjórnar afhenda Bergi gjöfina.