Fréttir

Hundrað dollaraseðill og kreditkort fundust í plokki
Kristján Jóhannsson, varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ fann hundrað dollaraseðil og Kjartan Már bæjarstjóri kreditkort frá grískum ferðamanni.
Sunnudagur 28. apríl 2019 kl. 13:45

Hundrað dollaraseðill og kreditkort fundust í plokki

Hundrað dollaraseðill og kreditkort var meðal þess sem plokkað var á sunnudagsmorgni á stóra plokkdeginum.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar var í plokkhópi morgunsins sem var þó ekki stór. Hann fann kreditkort sem var í eigu grísks ferðamanns. Kjartan sagði að afrakstur morgunsins hefði verið að sögn Tómasar Knútssonar í Bláa hernum, 24 stórir plastpokar.

Stóri plokkdagurinn er skipulagður í þremur hollum en lýkur kl.16.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bæjarstjórahjónin plokkuðu í nágrenni Reykjanesbrautar.

Guðlaugur H. Sigurjónsson og fjölskylda voru mætt í plokkið.