Bílrúðuþjónustan
Bílrúðuþjónustan

Fréttir

Hrósa Bláa hernum fyrir óeigingjarnt starf
Frá hreinsun Mölvíkur í sumar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 11. október 2019 kl. 08:41

Hrósa Bláa hernum fyrir óeigingjarnt starf

„Blái herinn á hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf í landi Grindavíkurbæjar,“ segir umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur á síðasta fundi sínum. Þar tók nefndin fyrir styrkbeiðni frá Bláa hernum.

Nefndin tekur jákvætt í erindi Bláa hersins og leggur til að bærinn veiti honum styrk í því mikilvæga verkefni sem framundan er við fjöruhreinsun í og við Grindavík.