Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Hreinsuðu upp mikið af rusli í kringum flugstöðina
Sunnudagur 30. maí 2021 kl. 06:50

Hreinsuðu upp mikið af rusli í kringum flugstöðina

Þrír hópar undir stjórn Bláa hersins hreinsuðu nýlega mikið af rusli við bílaleigurnar og í grjótgörðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hóparnir komu frá íþróttafélögum á Suðurnesjum, ungir iðkendur með foreldrum sínum. Hver hópur var í tvær klukkustundir og fylltu þeir til samans 30 svarta ruslapoka af rusli, eitt reiðhjól, 100 metra símakapal og margvíslegt spýtnabrak.

Tómas Knútsson segir að mikið af rusli endi í grjótgörðunum við flugstöðina en hann hefur í mörg ár hreinsað á svæðinu. Á starfssvæði stórra fyrirtækja eins og hjá Icelandair megi þó finna drasl sem hafi staðið innan svæðis í langan tíma. Tómas hefur bent á það en með misjöfnum árangri að hans sögn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024