Fréttir

Hraun farið að flæða úr Geldingadölum í Meradali
Hraunrennslu í Meradali fyrir nokkrum dögum. Nú er hraun farið að renna þangað úr Geldingadölum. VF-mynd: Jón HIlmarsson
Föstudagur 16. apríl 2021 kl. 16:04

Hraun farið að flæða úr Geldingadölum í Meradali

Hraun er farið að flæða úr Geldingadölum. Það rennur yfir lægsta haftið í dölunum og yfir í Meradali. Staðfest er að hraunið hóf að renna yfir haftið í hádeginu í dag og er sagt fara nokkra tugi metra á klukkustund.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því á fésbókarsíðu sinni að þetta séu tímamót í gosinu og fyrsta skipti sem hraun flæðir úr Geldingadölum. Hraunið rennur yfir lægsta haftið úr Geldingadölum, til austurs, inn í Meradali. Hraunið mun þar hitta fyrir aðra hrauntungu sem þekur Meradali, haldi hraunrennsli áfram óbreytt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024