Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Hjörleifur formaður hjá rafverktökum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 30. júní 2021 kl. 15:52

Hjörleifur formaður hjá rafverktökum

Þrír Suðurnesjamenn eru í nýrri stjórn SART, Samtaka rafverktaka á Íslandi og formaðurinn er Keflvíkingurinn Hjörleifur Stefánsson. Aðalfundur samtakanna var haldin nýlega.

Auk hans eru Suðurnesjamennirnir Helgi Rafnsson og Arnbjörn Óskarsson í ellefu manna stjórn sem er svona skipuð:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aðalsteinn Þ. Arnarsson, FRN, Pétur H. Halldórsson, FLR, varaformaður, Hjörleifur Stefánsson, formaður, og Svanur F. Jóhannsson, FRA,  Arnbjörn Óskarsson, RS, Magnús Gíslason, FRS, Helgi Rafnsson, FLR, Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, Friðrik Fannar Sigfússon, FLR, Sævar Óskarsson, FRVF og Magnús Guðjónsson, FRVL.