Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Hjálmar biðst afsökunar
Föstudagur 7. september 2018 kl. 09:48

Hjálmar biðst afsökunar

Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við Víkurfréttir um starfsmannamál á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar. Afsökunarbeiðnin kemur fram í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.
 
„Í stærra samhengi viðtals taldi ég mig ekki brjóta gegn reglunum en finnist einhverjum á sér brotið biðst ég afsökunar á því,“ segir Hjálmar í bókuninni. 
 
Bókun Hjálmars kemur í kjölfar bókunar Helgu Dísar Jakobsdóttur, fulltrúa U-lista, þegar ráðningarmál sviðsstjóra voru tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar. Auglýst hafa verið störf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs.
 
Umsóknarfrestur var til og með 27. ágúst 2018. Fimm sóttu um starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og fjórtán sóttu um starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Bæjarráð mun vinna málið áfram. 
Í bókun Helgu segir: „Í kjölfar umræðu og fjölmiðlaumfjöllun í kringum uppsagnir sviðsstjóra og fleiri starfsmanna Grindavíkur fordæmum við hjá Rödd unga fólksins ummæli formann bæjarráðs sem birtust í Víkurfréttum. Við teljum þetta grafalvarlegt mál þar sem þarna er verið að brjóta á trúnað starfsfólks Grindavíkurbæjar og siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar“. 
 
Í bókuninni er vísað til greinar um trúnað og þagnarskyldu í siðareglum Grindavíkurbæjar: 
 
Trúnaður og þagnarskylda
 
Kjörnir fulltrúar gæta þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einkahagsmuna eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls. Trúnaðurinn helst áfram eftir að kjörnir fulltrúar láta af störfum. 
 
Kjörnir fulltrúar virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Grindavíkurbæjar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggi hann á lögmætum og málefnalegum rökum.
Public deli
Public deli