Fréttir

Henti búslóðinni út í móa á meðan löggan fylgdist með
Búslóðin endaði í Kölku eftir allt saman.
Þriðjudagur 22. janúar 2019 kl. 13:47

Henti búslóðinni út í móa á meðan löggan fylgdist með

Athugull vegfarandi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum veitti athygli bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Lögreglumenn ákváðu að athuga þetta og þegar á staðinn var komið var búið að tæma kerruna og henda búslóðinni út á víðavang.

Ökumaðurinn viðurkenndi að hafa ætlað að koma henn fyrir kattarnef með þessum hætti. Honum var tjáð að stranglega væri bannað að losa sig við rusl með þesari aðferð og stæði það með greinilegum hætti á skilti sem væri við innakstur á vegslóðann. Honum var gert að hlaða búslóðinni aftur í kerruna og fara með hana í sorpeyðingarstöðina Kölku.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024