Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Heiður Björk nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Föstudagur 14. febrúar 2020 kl. 07:08

Heiður Björk nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa og mun hún taka við starfinu í mars af Brynjari Steinarssyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSK eigna ehf., fasteignafélags Kaupfélags Suðurnesja.

Heiður Björk hefur víðtaka reynslu á sviði fjármála en hún hefur starfað hjá Arion banka síðan 2007, m.a. sem fjármálaráðgjafi, sérfræðingur í fyrirtækjalánum, viðskiptastjóri fyrirtækja og síðast sem þjónustustjóri einstaklinga í aðalútibúi bankans. 

Public deli
Public deli

Heiður Björk hefur lokið MBA námi við Háskóla Íslands, er með BS.c. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, með próf í verðbréfamiðlun og vottaður sem fjármálaráðgjafi.

,,Ég er full tilhlökkunar að koma til starfa hjá Samkaupum, það verður gaman að takast á við ný verkefni og taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er hjá fyrirtækinu,“ segir Heiður Björk.