Fréttir

Happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur að hefjast
Guðbjörg S Marteinsdóttir deildarstjóri tómstundastarfs Nesvalla tekur við styrk frá Lionsmönnum að upphæð 200.000kr til búnaðarkaup fyrir félagsstarf aldraðra Nesvöllum.
Laugardagur 21. nóvember 2020 kl. 12:36

Happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur að hefjast

Sala happdrættismiða í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er nú að hefjast. Að venju er glæsileg bifreið í fyrsta vinning, nú Hyundai i10 Comfort og að þessu sinni eru níu aðrir góðir vinningar.

Fólk er hvatt til að ná sér í miða hjá Lionsfélaga eða í Nettó í Njarðvík en þar fá Lionsfélagar aðstöðu til að selja miða og bíllinn er þar til sýnis fram á Þorláksmessu þegar dregið er í happdrættinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Allur ágóði af happdrættinu rennur til góðra málefna.

Hefð er fyrir því að afhenda styrki til ýmissa aðila við upphaf miðasölu í Nettó en nú er ekki hægt að koma því við með góðu móti.

Meðal þeirra aðila sem fá eða hafa fengið stuðning frá Lionsklúbbi Njarðvíkur á þessu ári eru Velferðarsjóður Suðurnesja kr. 800.000., Fjölsmiðjan 500.000., Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja kr. 500.000.-, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Björgunarsveitin Suðurnes og fleiri aðilar.

Lionsfélagar í Njarðvíkum hvetja fólk til að kaupa happdrættismiða og taka með því þátt í að styðja við góð málefni í heimabyggð.