Fréttir

Hafna þjónustusamningi við Útlendingastofnun
Föstudagur 12. október 2018 kl. 09:41

Hafna þjónustusamningi við Útlendingastofnun

- innviðir sveitarfélagsins eru nú þegar komnir að þolmörkum

Velferðarráð Reykjanesbæjar getur ekki orðið við erindi Útlendingastofnunar þar sem óskað er eftir stækkun þjónustusamnings stofnunarinnar við Reykjanesbæ í kjölfar breytinga á húsnæðismálum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 
 
„Það fyrirkomulag sem kynnt er í erindinu samræmist ekki þeirri hugmyndafræði sem Reykjanesbær starfar eftir,“ segir í afgreiðslu velferðarráðs. Þá segir að allir innviðir sveitarfélagsins eru nú þegar komnir að þolmörkum auk þess sem innviðir lögreglu og heilbrigðiskerfis eru með þeim hætti að ekki er á þá bætandi.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024