Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Fréttir

Hættusvæði við eldgosið verði stækkað
Sunnudagur 2. maí 2021 kl. 21:56

Hættusvæði við eldgosið verði stækkað

Í ljósi breytinga á virkni eldgossins í Fagradalsfjalli er verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Veðurstofan leggur til að hættusvæði verði skilgreint í 500 metra radíus í kringum eldgosið. Viðbragðsaðilar munu funda um málið í fyrramálið, mánudagsmorgun.

Töluverðar breytingar urðu á gosvirkni í nótt. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í um 3 mínútur og eykst svo með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést og stendur yfir í um 10 mínútur. Þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því eftir miðnætti á laugardagskvöld.

Sólning
Sólning

Ekki er ljóst hvað veldur þessum breytingum í gosvirkni, en ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi orðið í kvikuflæði, efnasamsetningu kviku/gass eða að breytingar hafi orðið í aðfærslukerfinu.