Subway
Subway

Fréttir

Háaleitisskóli er símalaus skóli
Miðvikudagur 22. ágúst 2018 kl. 13:12

Háaleitisskóli er símalaus skóli

Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ er símalaus skóli frá og með morgundeginum. Er þá ekki heimilt fyrir nemendur að hafa síma í skólanum, þar með talið í frímínútum. 
 
Ef nemendur kjósa að taka með sér síma í skólann þarf hann að vera geymdur í tösku eða úlpu þar til skóla lýkur og er síminn á ábyrgð nemenda, segir í tilkynningu frá skólanum til foreldra og forráðamanna barna.