Fréttir

Guðrún efst hjá sjálfstæðismönnum - Vilhjálmur annar
Frá prófkjörinu í Reykjanesbæ en kosið var í húsakynnum Réttarins. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 30. maí 2021 kl. 07:42

Guðrún efst hjá sjálfstæðismönnum - Vilhjálmur annar

Guðrún Hafsteinsdóttir úr Hveragerði varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en talningu lauk í nótt. Vilhjálmur Árnason úr Grindavík varð í 2. sæti og Ásmundur Friðriksson þriðji. Alls greiddu atkvæði 4.657 manns. Flokkurinn var með þrjú sæti eftir síðustu Alþingiskosningar.

Guðrún og Vilhjálmur buðu sig bæði í efsta sætið. Guðrún tók strax forystu með fyrstu tölum en ekki munaði miklu á frambjóðendunum en í lokin var markaðsstjóri Kjöríss með um 270 atkvæðum meira í oddvitasætið en þingmaðurinn úr Grindavík. Vilhjálmur var í 3. sæti í síðasta prófkjöri. Ásmundur bauð sig í 2. sætið en fékk það þriðja. Guðrún er nýliði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Guðrún hlaut 2.183 atkvæði í fyrsta sæti

Vilhjálmur hlaut 2.652 atkvæði í 1.-2. sæti.

Ásmundur Friðriksson var með 2.278 atkvæði í 1.-3. sæti.

Björgvin Jóhannesson var með 2.843 atkvæði í 1.-4. sæti.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir fékk 2.843 atkvæði í 1.-5. sæti.

Jarl Sigurgeirsson var með 2.109 atkvæði í 1.-6. sæti.

Nánari útlistun má sjá hér.