Fréttir

Guðmundur tók aftur við Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi
Stjórn SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi. VF-mynd: pket
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 11:49

Guðmundur tók aftur við Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi

Guðmundur Pétursson tók að nýju við formannakeflinu í SAR, Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi eftir aðalfund félagsins í vikunni. Guðmundur tók við af Guðjóni Skúlasyni sem gegnt hefur embættinu síðan 2017.

Þeir félagar hafa skipt með sér formannsembættinu frá árinu 2010 þegar félagið var stofnað. Guðjón verður áfram í stjórn og mun sinna varaformannsembættinu. Fjöldi aðildarfélaga í SAR var 31 við stofnum en yfir 200 félög eru nú tengd SAR úr öllum greinum atvinnulífsins. Félagið hefur alla tíð haldið góðum tengslum við sveitarfélög, ríkið og þingmenn svæðisins, þrýst á mörg góð málefni en þegar félagið var stofnað voru Suðurnesjamenn í sárum eftir bankahrun og þá fór atvinnuleysi upp í rúm 15%. Þegar SAR fagnaði áratugsafmæli á síðasta ári fór atvinnuleysi enn hærra eða í um 25%. Það eru því enn erfiðari verkefni fyrir SAR að kljást við en við stofnun. Þá hefur félagið staðið fyrir mánaðarlegum fundum frá stofnun að undanskildu Covid ári. Á fundinum kynnti Heiður Björk Finnbjörnsdóttir starfsemi Samkaupa sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Í dag starfa yfir 1400 starfsmenn hjá Samkaupum og félagið rekur yfir 60 verslanir um allt land. Höfuðstöðvar þess eru á Suðurnesjum en Kaupfélag Suðurnesja á 51% í því en nýlega bættu tveir lífeyrissjóðir við sig í félaginu.

Public deli
Public deli

Heiður Finnbjörnsdóttir, fjármálastjóri Samkaupa hf. kynnti starfsemi fyrirtækisins sem nú rekur yfir 60 verslanir um allt land.

Frá aðalfundi SAR.