Fréttir

Grunur um sölu á kannabisolíu í rafrettuvökva
Mánudagur 21. janúar 2019 kl. 08:53

Grunur um sölu á kannabisolíu í rafrettuvökva

Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í  umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og – sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við „vape“ vökva og hann seldur í ágóðaskyni. 
 
Í húsleitinni var talsvert magn af  þeim vökva haldlagt svo og fleiri vökvar í krukkum. Meint örvandi efni fundust einnig á staðnum sem og kannabis. Þá voru ýmis mæliglös og önnur áhöld haldlögð.
 
Málið er í rannsókn.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024