Fréttir

Grindvíkingar leggja meiri pening í göngu- og hjólastíg
Fimmtudagur 8. október 2020 kl. 11:36

Grindvíkingar leggja meiri pening í göngu- og hjólastíg

Óskað hefur verið eftir viðauka að upphæð 23 milljónir króna vegna göngu- og hjólastígs frá Grindavík að undirgöngum við golfvöll. Gert var ráð fyrir tólf milljónum króna í verkefnið á þessu ári en verkefnið er unnið með Vegagerðinni.

Bæjarráð Grindavíkur lagði á dögunum til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024