Fréttir

Grindhvölum sökkt í Garðsjónum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 3. ágúst 2019 kl. 23:06

Grindhvölum sökkt í Garðsjónum

Félagar í Björgunarsveitinni Ægi unnið fram í myrkur að því að farga hræjum af grindhvölum sem drápust í Útskálafjöru í gærkvöldi og nótt. Hræin eru dregin út í Garðsjó þar sem þeim er sökkt. Verkefnið er tímafrekt og er ekki lokið. Haldið verður áfram með það á flóði á morgun.

Sverr­ir Daní­el Hall­dórs­son, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í skriflegu svari sem mbl.is birti að 14 dýr hafi verið í fjör­unni þegar sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar komu á vett­vang, þar af tveir kálf­ar. Sam­an­stóð hóp­ur­inn af 11 kúm og þrem­ur törf­um og reynd­ist stærsti tarf­ur­inn vera 459cm lang­ur og stærsta kýr­in 439 cm. Erfðasýni voru tekin úr dýr­un­um og gerðar mæl­ing­ar til að meta holdafar þeirra og þá voru einnig tek­in blóðsýni til bakt­eríu- og veiru­skimun­ar.

Myndirnar með fréttinni voru teknar nú í kvöld og einnig í nótt þegar björgunaraðgerðir stóðu yfir. Myndirnar í kvöld tók Hilmar Bragi en myndirnar frá því í nótt eru frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgun hvala í Útskálafjöru

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs