Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Grindavíkurbær og Alþingi skiptast á grjóti
Innsiglingin í Grindavík.
Miðvikudagur 12. júní 2019 kl. 09:46

Grindavíkurbær og Alþingi skiptast á grjóti

Grindavíkurgrágrýti verður notað til steinklæðningar á nýbyggingu Alþingis sem nú er í undirbúningi. Grindvíkingar fá greitt fyrir grjótið með sérvöldu grágrýti úr grunni við Landsspítala við Hringbraut í Reykjavík.

Lögð fram beiðni frá Margréti Harðardóttur, arkitekt um staðfestingu bæjarstjórnar Grinavíkur á drögum að samkomulagi á milli Grindavíkurbæjar annars vegar og verkefnisstjórnar nýbyggingar Alþingis hins vegar um skipti á grágrýti í eigu Grindavíkurbæjar fyrir Reykjavíkurgrágrýti úr grunni meðferðarkjarna NLSH við Hringbraut í Reykjavík. Fyrirhugað er að nýta Grindavíkurgrágrýtið sem hráefni til vinnslu steinklæðningar fyrir nýbyggingu Alþingis, en verkið er nú í undirbúningi. Vinnsluhæfir steinar hafa þegar verið valdir á staðnum og merktir fyrir flutning. 
Um er að ræða að Grindavíkurbær fái afhent 120m2 eða um 360 tonn af sérvöldu grágrýti til notkunar í brimvarnargarða, gegn 75m2 eða um 220 tonnum af grágrýti því sem nú er í eigu bæjarins. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Bæjarstjórn Grindvíkur samþykkti beiðnina um þessi grjótaskipti samhljóða.