Fjörheimar
Fjörheimar

Fréttir

Grindavík hafnar kaupum á bátasafni
Grindavíkurbær hefur hafnað kaupum á safni af bátum þar sem bærinn hefur ekki aðstöðu til að geyma safnið. Myndin er af bátasafni í Reykjanesbæ og tengist ekki fréttinni.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 09:47

Grindavík hafnar kaupum á bátasafni

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur leggur til við bæjarráð Grindavíkurbæjar að afþakka tilboð í kaup á bátasafni sem bæjaryfirvöldum í Grindavík hefur verið boðið til kaups, þar sem safnið hefur ekki beina tengingu við Grindavík.

Bæjarráð tekur undir með frístunda- og menningarnefnd og afþakkar tilboðið þar sem Grindavíkurbær hefur ekki aðstöðu til að geyma safnið.