Heklan vetrarfundur
Heklan vetrarfundur

Fréttir

Grenndargámar settir upp í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 26. nóvember 2020 kl. 07:13

Grenndargámar settir upp í Reykjanesbæ

Umhverfissvið Reykjanesbæjar í samstarfi við Kölku hafa í nokkurn tíma verið að undirbúa grenndargámastöðvar til flokkunar í Reykjanesbæ. Þetta yrðu stöðvar sambærilegar stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar gætu flokkað gler, járn, plast og pappa í. Þá er einnig hugmyndin að Rauði Krossinn verði með fatasöfnun og íþróttafélög og eða Skátarnir yrðu með dósasöfnun.

Til að byrja með er áætlunin að fara í fjórar stöðvar, í Dalshverfi, Ásbrú, Njarðvík og Keflavík, auk einnar í minni sniðum í Höfnum. Áætlaður kostnaður við uppsetningar á þessum stöðvum er um 5,5 milljónir króna. Þá er árlegur kostnaður við rekstur áætlaður um 7,5 milljónir króna.

Málið var kynnt fyrir bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku sem hefur samþykkt erindið og falið sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.