Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Gosið enn stöðugt í 2-3 gígum
Gosið er enn nokkuð stöðugt í 2-3 gígum. Sprengingar voru í gígunum í fyrradag. VF/Ísak Finnbogason.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 19. júlí 2025 kl. 10:48

Gosið enn stöðugt í 2-3 gígum

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðugt í nótt og frá því í gærmorgun. Gosórói er stöðugur og enn gýs úr 2-3 gígum fyrir miðbik þeirrar gossprungu sem myndaðist 16. júlí sl. segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Gosmóða hefur myndast við kjöraðstæður, hægan vind, raka og sólskin undanfarna daga og hennar hefur orðið vart víða um land, einkum á vestur og norðurhluta landsins, og á höfuðborgarsvæðinu. Áfram verður hægur vindur um helgina og því má gera ráð fyrir áframhaldandi gosmóðu. Hún kemur fram sem fínt svifryk á loftgæðamælum sem hægt er að fylgjast með á mælum Umhverfis- og Orkustofnunar á loftgaedi.is, en þar er einnig að finna viðmið fyrir gildi vegna gosmóðu og viðbrögð við þeim. 

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Myndir frá gosstöðvunum. VF/Ísak Finnbogason.

Hér að neðan má sjá stöðuna á Sundhnúksgígum í einni af myndavélunum sem eru með beina útsendingu frá gosinu.