Fréttir

Gjöreyðilagðist í eldi - myndskeið
Þriðjudagur 13. október 2020 kl. 13:55

Gjöreyðilagðist í eldi - myndskeið

Bifreið gjöreyðilagðist í bruna í Innri Njarðvík í fyrrinótt. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk útkall um klukkan hálf sex á mánudagsmorgun um að eldur logaði í ökutæki við Háseylu.

Þegar að var komið stóð ökutækið í björtu báli. Þó nokkrar sprengingar urðu í brunanum eins og sjá má og heyra í myndskeiði sem við fengum sent frá vettvangi brunans.