Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Gervitunglaheimsmet með beina tengingu til Reykjanesbæjar
Frá jarðstöðinni á Ásbrú. Í dag hefur verið byggt yfir þessa móttakara.
Mánudagur 25. janúar 2021 kl. 12:05

Gervitunglaheimsmet með beina tengingu til Reykjanesbæjar

Heimsmet í flutningi gervitungla út í geim var sett um helgina þegar Falcon-flutningaflaug á vegum SpaceX flutti 143 gervitungl út í geim þar sem þeim var komið á sporbaug um Jörðu. Gervitunglin voru af öllum stærðum og gerðum en flest þeirra voru á vegum Planet Labs, 48 talsins af gerðinni SuperDove. Þetta heimsmet hefur beina tengingu til Reykjanesbæjar því Planet Labs rekur eina af jarðstöðvum sínum á Ásbrú.

Á Ásbrú tekur Planet Labs nú á móti gögnum frá um 200 gervitunglum sem eru á stærð við skókassa og um 4 kíló.

Planet Labs var stofnað árið 2010 af fyrrverandi vísindamönnum hjá NASA. Markmið Planet Labs er að mynda alla jörðina á hverjum degi og veita öllum þeim sem vilja, aðgang að þeim gögnum. Þjónustan sem þeir veita, getur meðal annars hjálpað til með vöktun regnskóga, sjávarlína, náttúruhamfara, gróðuráhrifa og fl., og afgreitt nýjar myndir af jörðinni með litlum fyrirvara.

Gervitungl fyrirtækisins eru um 4 kg þyngd og sérsmíðuð fyrir verkefnið. Planet Labs stjórnar nú stærsta einstaka hóp gervitungla sem mynda jörðina. Til að geta tekið á móti gögnum örugglega og skilvíst, hafa þeir verið að setja upp svokölluð „Ground Stations“ eða jarðstöðvar, sem eru fjarskiptastöðvar milli þeirra og gervitunglanna. Þessar fjarskiptastöðvar hafa verið að rísa víðsvegar um heiminn og stöðin á Ásbrú var sú tólfta sem Planet Labs reisti.

Greint var frá geimskoti gervitunglanna á vef RÚV.

Hér má sjá frétt Víkurfrétta um jarðstöð Planet Labs á Ásbrú.