Fréttir

Gerðaskóli 150 ára – afmælishátíð 7. október
Fimmtudagur 15. september 2022 kl. 10:40

Gerðaskóli 150 ára – afmælishátíð 7. október

Gerðaskóli fagnar 150 ára afmæli þann 7. október næstkomandi og hafa nemendur og starfsfólk undirbúið afmælishátíð og sögusýningu af því tilefni undarnfarnar vikur. Áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti og munu nemendur meðal annars vinna að verkefnum tengdum afmælinu á þemadögum þann 5. og 6. október.

Blásið verður til afmælishátíðar fyrir nemendur og foreldra þann 7. október frá kl. 10-12. Formleg opnun sögusýningar og afmælishátíð verður svo frá kl. 15-17 þann sama dag. Það voru þær Kristbjörg Freyja Óladóttir, Þórdís Sara Þórisdóttir og Þórhildur Lísa Jónatansdóttir nemendur í 10. bekk sem útbjuggu fallegt boðskort í afmælisundirbúningnum.

„Skólinn var stofnaður þann 7. október árið 1872 en hann er þriðji elsti barnaskólinn á landinu. Afmælið er afar merkur áfangi í sögu skólans sem hefur skipað stórt hlutverk í samfélaginu okkar síðastliðin 150 ár. Við hlökkum til að fagna áfanganum með nemendum, foreldrum, íbúum Suðurnesjabæjar og velunnurum Gerðaskóla,“ segir í tilkynningu frá Gerðaskóla.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024