Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Gera starfslokasamning við hafnarstjóra Sandgerðishafnar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 12. maí 2020 kl. 09:26

Gera starfslokasamning við hafnarstjóra Sandgerðishafnar

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að áfram verði leitað leiða til að bæta rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 6. maí að unnið verði eftir „sviðsmynd II“ í tillögum Deloitte um bættan rekstur hafnarinnar sem felur m.a. í sér að breytingar verði á skipuriti hafnarinnar og að bæjarstjóri sinni hlutverki hafnarstjóra.

Bæjarstjóra var á fundinum falið að ganga frá starfslokasamningi við núverandi hafnarstjóra.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Jafnframt verði leitað samstarfs við aðrar hafnir um að skoða kosti þess að auka samstarf rekstur hafna eins og fjallað var um í starfshópi um rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt var að veita bæjarstjóra og formanni hafnarráðs heimild til að fara í þá vinnu.