Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Geirfugladrangur skalf um helgina
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 09:45

Geirfugladrangur skalf um helgina

Næstum eitthundrað jarðskjálftar urðu við Geirfuglasker og Geirfugladrang um helgina. Tveir skjálftanna urðu yfir 3 á Richter.

Stóru skjálftarnir tveir urðu aðfararnótt sunnudags kl. 04:58 og aftur kl. 05:14. Þeir voru báðir 3,1 stig og voru á 10-13 km. dýpi SV og SSV af Geirfugladrangi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þá mældust 28 skjálftar á stærðarbilinu 2-3 á Richter og mun fleiri minni skjálftar.

Geirfugladrangur er ekki langt frá Eldey. VF-mynd: Hilmar Bragi