Fréttir

Gefa Ásbrú ærslabelg
Gjöfin er fyrsta skrefið í byggingu nýs leikvallar miðsvæðis á Ásbrú.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
föstudaginn 2. júlí 2021 kl. 07:00

Gefa Ásbrú ærslabelg

Reykjanesbær mun hljóta ærslabelg að gjöf frá verkefninu „A home for home“, samstarfsverkefnis SOS Barnaþorpa á Íslandi og evrópska íbúðaleigufyrirtækisins Heimstaden. Gjöfin er fyrsta skrefið í byggingu nýs leikvallar miðsvæðis á Ásbrú.

Samstarfsverkefnið hófst í dag en Heimstaden mun styrkja SOS Barnaþorpin um 1,6 milljarða króna á heimsvísu fyrsta samstarfsárið. Þar af munu 24 milljónir renna til SOS Barnaþorpa á Íslandi sem gerir samtökunum kleift að fara af stað með verkefni í þágu barna á Íslandi í fyrsta sinn. Heimstaden á yfir 1.600 íbúðir hérlendis.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Að ærslabelgnum frátöldum verður hluti styrksins einnig nýttur til stuðnings við sérkennslu í leikskólanum Skógarási á Ásbrú, þ.e. til tækjakaupa til sérkennslunota.