Fréttir

Gasmengun möguleg í Vogum og Reykjanesbæ í nótt
Nýja gossprungan í Fagradalsfjalli í ljósaskiptunum í gærkvöldi. VF-mynd: Jón Hilmarsson
Þriðjudagur 6. apríl 2021 kl. 17:33

Gasmengun möguleg í Vogum og Reykjanesbæ í nótt

Í dag verður hæg breytileg átt og léttskýjað, vindur að jafnaði undir 5 m/s á gosstöðvunum, og gasmengun gæti því verið að mestu leiti verið í næsta nágrenni upptakana.

Í nótt fer svo vindur vaxandi af suðaustri og þykknar upp, 8-13 og fer að snjóa seinnipart nætur. Þá er viðbúið að gas muni finnast í Vogum og mögulega Reykjanesbæ, en loftblöndun ætti að vera góð og gildi því ekki mjög há. Heldur hvassari um tíma fyrripartinn, en lægir svo mikið seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum. Gengur svo í NA 8-13 annað kvöld og þá má gera ráð fyrir að gasið gæti fundið sér leið til Grindavíkur.