Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Garðskáli gjöreyðilagðist í eldi
Myndin var tekin þegar slökkvistarfi var að ljúka. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 26. janúar 2021 kl. 09:55

Garðskáli gjöreyðilagðist í eldi

Garðskáli við Álftatjörn í Innri-Njarðvík gjöreyðilagðist í eldi í gær. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst útkall á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var skálinn alelda.

Eldurinn var mikill en vindar blésu þannig að nálæg hús sluppu við eldtungurnar.

Slökkvistarfið gekk vel en skálinn er gjörónýtur eftir brunann.