Sindri -3-10 des
Sindri -3-10 des

Fréttir

Garðskagaviti logar glatt!
Föstudagur 25. júlí 2003 kl. 01:08

Garðskagaviti logar glatt!

Ljósið er komið í Garðskagavita. Það er jú farið að skyggja seint á kvöldin og næturnar orðnar dimmar. Garðskagaviti hefur lýst sjófarendum fyrir Garðskaga frá lýðveldisárinu 1944. Hann tók við af gamla Garðskagavitanum sem var byggður 1897. Meðfylgjandi mynd var tekin við sólsetur í kvöld, sem var magnað. Nokkuð er um að ferðafólk gisti á Garðskaga, enda aðstaða þar til fyrirmyndar. Þó nokkrir tjaldbúar gista á Garðskaga í nótt og einnig fólk í húsbílum. Vonandi að ljósið í vitanum haldi ekki fyrir þeim vöku!VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs