Fréttir

Garðhúsgögn í hlutverki hraðahindrunar á Heiðarbrún
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 23. júlí 2019 kl. 19:20

Garðhúsgögn í hlutverki hraðahindrunar á Heiðarbrún

Hraðinn um Heiðarbrún í Keflavík er meiri en íbúar geta sætt sig við. Í götunni eru „höggormar“ sem fá flesta ökumenn til að draga úr hraða - en ekki alla.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, býr við götuna og birtir nú undir kvöld myndskeið af nýrri tegund hraðahindrunar sem sett hefur verið upp í götunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Garðhúsgögn hafa verið sett út á götuna við „höggorminn“ til að vekja athygli á honum og vonandi til að fá ökumenn til að fara hægar um götuna.