Fréttir

Gamla myndin: Handbolti á Suðurnesjum
Handboltavöllurinn var á íþróttasvæðinu í Keflavík, þar sem núna er Sundmiðstöð Keflavíkur/Vatnaveröld. 
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 15. janúar 2022 kl. 06:17

Gamla myndin: Handbolti á Suðurnesjum

Handbolti hefur ekki verið mikið stundaður á Suðurnesjum undanfarin ár, hann var þó ofar á blaði fyrir nokkrum árartugum síðan. Þá voru handboltalið í Keflavík, Njarðvík og Sandgerði. 

Þessi mynd var á ljósmyndasýningu Víkurfrétta í haust og er tekin í handboltaleik á Landsmóti ungmennafélaga í Keflavík og Njarðvík árið 1984. Á myndinni er Jónína Helgadóttir að taka vítakast, liðsfélagi hennar, Jóhanna Reynisdóttir fylgist með. Þær kepptu undir nafni Ungmennafélags Keflavíkur, UMFK. Á hliðarlínunni er Gísli H. Jóhannsson, þjálfari liðsins en hann varð síðar landsþekktur dómari í íþróttinni. 

Public deli
Public deli