Fréttir

Gamall vatnstankur verður rifinn í vor
Laugardagur 25. janúar 2020 kl. 08:01

Gamall vatnstankur verður rifinn í vor

Bæjarráð Grindavíkur telur ekki forsvaranlegt að viðhalda gömlum vatnstanki við Melhólabraut í Grindavík. Tankurinn stendur skv. aðalskipulagi á skipulagðri íbúðabyggð. Af þeim sökum telur bæjarráð ekki forsvaranlegt að leggja í kostnað vegna viðhalds.

Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum á dögunum að gamli vatnstankurinn verði rifinn í vor.

Public deli
Public deli

Árið 1992 stóð til að rífa gamla vatnstankinn sem stendur ofan við bæinn austanmegin við Grindavíkurveginn. Jón Steinar Sæmundsson rifjaði málið upp á fésbókarsíðu sinni á nýliðnu ári. Þar segir að þá þótti mönnum of dýrt að rífa gripinn og því var Vilborg Guðjónsdóttir myndmenntakennari við Grunnskóla Grindavíkur fengin til að mála tankinn til þess að gera úr honum bæjarprýði.

Það var svo sumarið 1992 sem að Vilborg gengdi stöðu flokkstjóra í vinnuskólanum að hún fékk hjálp við verkið frá unglingunum sem voru í vinnu hjá henni. Að sögn Vilborgar tók um hálft sumar að mála tankinn, oft kom rigning og þá þurfti að hætta og svo var ansi mikil hæð og misfella í kring þannig að fara þurfti varlega. Á þessum tíma sem liðinn er hefur einu sinni verið farið yfir verkið.