Toyota ársgamlir bílar á tilboði
Toyota ársgamlir bílar á tilboði

Fréttir

Gagnrýnir mikla launahækkun til bæjarfulltrúa
Föstudagur 10. ágúst 2018 kl. 13:35

Gagnrýnir mikla launahækkun til bæjarfulltrúa

Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis

Deilt var um launahækkun kjörinna fulltrúa á síðasta bæjarstjórnarfundi sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis 1. ágúst sl. Daði Bergþórsson, oddviti B-listans, furðaði sig á launahækkunum bæjarfulltrúa sem hann segir vera um 64% en á rúmu ári hafa launin hækkað frá 114.000 upp í 187.00.

Telur hann þetta ekki sanngjarnt fyrir íbúa í sveitarfélaginu en almenn laun í landinu hafa að meðaltali hækkað um 6% síðastliðnu ári og 64% því yfirþyrmandi hækkun.

Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar, bendir á að gæta verði þess að bæjarfulltrúar fái greitt í samræmi við þá ábyrgð sem þeir bera og í samræmi við þá virkni sem þeim er ætlað að sýna í störfum sínum. Efnahafsleg staða má ekki ráða því hvort einstaklingar geti sinnt störfum. Einnig bendir Ólafur á að þessi hækkun sé ekki svo mikil, eða aðeins 21%, og eðlileg miðað við önnur sveitarfélög af sömu stærð og að taka verði tillit til þess að sveitarfélagið hafi verið að stækka og því meiri hækkun óumflýjanleg.


Svo fór að bæjarstjórn staðfesti tillögu bæjarráðs með átta atkvæðum. Fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

 

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs