Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Fréttir

Gáfu Ljósmæðravakt HSS fósturhjartsláttarrita
Frá afhendingu gjafarinnar. Ljósmynd frá HSS.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 23. ágúst 2019 kl. 15:52

Gáfu Ljósmæðravakt HSS fósturhjartsláttarrita

Ljósmæðravaktin á Heilbrigðisstofun Suðurnesja, HSS, fékk sannarlega veglega gjöf í vikunni þegar fulltrúar frá Kvenfélagi Grindavíkur afhentu deildinni fósturhjartsláttarrita að verðmæti 1.500.000 króna. Tækið mælir hjartslátt fósturs sem og tíðni og lengd samdrátta hjá móður og kemur í stað tækis sem hefur verið notað í 25 ár.

Við afhendinguna þakkaði Jónína Birgisdóttir yfirljósmóðir innilega fyrir gjöfina.

„Við ljósmæður viljum þakka fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem seint verður fullþakkað. Okkur þykir mjög vænt um að Kvenfélag Grindavíkur sé að styðja svo vel við Ljósmæðravaktina.“

Jónína bætir því við að með þessu nýja tæki sé ljósmæðravaktin að færast yfir í nútímann. Tækið tengist við tölvu og getur vistað ritin rafrænt, sem er bæði umhverfisvænt með því að spara pappírsnotkun, en býður einnig upp á bætta þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar.

Með því að hafa ritin rafræn er hægt að senda hjartsláttarrit rafrænt til frekari skoðunar hjá sérfræðingum á kvennadeild LSH. Tækið er ekki aðeins notað í fæðingum heldur líka á meðgöngunni, t.d. fyrir konur sem eru með einhverja áhættuþætti á meðgöngu.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs