Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ
Forsetahjónin ásamt fulltrúum ungu kynslóðarinnar við setningu listahátíðar barna í Reykjanesbæ. VF-myndir: Páll Ketilsson
Fimmtudagur 2. maí 2019 kl. 16:57

Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans, Eliza Reid, eru í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ í dag og á morgun. Hjónin hafa farið víða um Reykjanesbæ og heimsótt fyrirtæki og stofnanir.
 
Í morgun setti forsetinn listahátíð barna og þá skoðaði hann einnig Gömlu búð og þær endurbætur sem verið er að gera á húsinu.
 
Núna kl. 17:30 er kaffisamsæti í Stapanum fyrir forsetahjónin þar sem öllum bæjarbúum er boðið að koma á meðan húsrúm leyfir.
 
 
Frá heimsókninni í Gömlu búð.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024