bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Fornbíll brann í Sandgerði - Vildi ekki í gang og varð eldi að bráð
Myndin var tekin rétt í þann mund er slökkvistarf hófst. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 16. október 2019 kl. 10:03

Fornbíll brann í Sandgerði - Vildi ekki í gang og varð eldi að bráð

Gamall Volvo 240 varð eldi að bráð í Sandgerði nú áðan. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út á tíunda tímanum í morgun. Tveir slökkvibílar, sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang.

Þegar slökkvilið kom á staðinn var mikill eldur í bifreiðinni sem stóð í innkeyrslu við Brekkustíg í Sandgerði.

Unnið hafði verið að viðgerð á bílnum. Hann var hins vegar óþekkur í gang í morgun en eldur blossaði svo upp undir vélarhlífinni þegar reynt var að gangsetja bifreiðina.

Ekki var hætta á að eldur bærist í nálægar byggingar.