Fréttir

Fólk er eðlilega kvíðið - segir formaður VSFK
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 13:49

Fólk er eðlilega kvíðið - segir formaður VSFK

„Fólk er eðlilega kvíðið. Við höfum reynt að svara eftir bestu getu en því miður höfum við ekki öll svörin. Þetta er allt að gerast svo hratt og við bíðum eftir ýmsum svörum líka. Það er mikilvægt að allir reyni að halda ró sinni og leyfi málunum að þróast,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis en margir félagsmenn og fyrirtæki hafa leitað til VSFK um hin ýmsu mál sem komið hafa upp vegna Covid-19.

„Við höfum veriðað vísa í þríhliða samkomulagið sem ASÍ, SA og Ríkisvaldið gerðu sín á milli og hvetja og biðla til atvinnurekenda að halda því. Samkomulagi á að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Eins höfum við verið að biðja atvinnurekendur að taka ekki ákvörðun um framhaldið, hvort sem það eru uppsagnir eða slíkt fyrr en niðurstaða er komin í útspil Ríkisins, þ.e. frumvarpið um það hvernig Ríkið ætlar að aðstoða fyrirtækin.

Við höfum talsvert verið að svara fólki sem er í sóttkví eða veikt um hvaðan þeirra launagreiðslur eiga að koma og þá vísum við líka í þríhliða samkomulagið.

Þetta er risastórt verkefni sem við þurfum öll að takast á við saman og við þurfum að hugsa í lausnum. Við höfum hvatt fólk tila ð fylgjast með fésbókarsíðunni okkar. Um leið og við fáum einhverjar fréttir setjum við þær þar inn,“ sagði Guðbjörg.

https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/covid-19-spurt-og-svarad/