Subway
Subway

Fréttir

Flytja björgunarmenn og búnað í Eyjafjörð frá Keflavíkurflugvelli
Keflavíkurflugvelli um kl. 15 í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 12. desember 2019 kl. 15:21

Flytja björgunarmenn og búnað í Eyjafjörð frá Keflavíkurflugvelli

Nú er verið að undirbúa brottför C130 Hercules flugvél danska flughersins frá Keflavíkurflugvelli. Um borð eru tugir björgunarsveitamanna sem flugvélin flytur norður til Akureyrar. Meðal annars eru björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, Ægi í Garði og frá Björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ.

Guðmundur Helgi Önundarson hjá svæðisstjórn Björgunarsveita á Suðurnesjum sagði í samtali við Víkurfréttir að óskað hafi verið eftir köfurum og mannskap til að leita í straumvatni í Eyjafirði. Þar varð slys í gærkvöldi en nú stend­ur yfir í Sölva­dal að ung­lings­pilti sem féll í Núpá á tí­unda tím­an­um í gær­kvöldi. Einnig stendur til að senda mannskap út með firðinum til að aðstoða á Dalvík og nágrenni.

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur óskað liðsinn­is danska flug­hers­ins. C130 Hercules flugvél hersins  til Keflavíkurflugvallar nú áðan til að sækja  björgunarsveitarmenn og ýmsan búnað til björgunar- og hjálparstarfa.

Myndirnar með fréttinni voru teknar á Keflavíkurflugvelli nú rétt áðan.