Fréttir

Flugvélarhurð opnuð í andlit flugvirkja sem slasaðist
Frá Keflavíkurflugvelli. Þar fékk flugvirki flugvélarhurð í andlitið.
Föstudagur 17. ágúst 2018 kl. 16:36

Flugvélarhurð opnuð í andlit flugvirkja sem slasaðist

Þrjú vinnuslys hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Karlmaður sem var við vinnu sína á palli féll ofan af honum og lenti illa á hægri öxl. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
 
Þá féll starfsmaður um rekkverk á skipi sem lá í Njarðvíkurhöfn. Var talið að viðkomandi hefði mögulega fótbrotnað.
 
Flugvirki, sem var að vinna við hurð aftast í flugvél, slasaðist þegar hurðin var skyndilega opnuð og lenti í andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Tveir hinir síðarnefndu voru fluttir af vettvangi með sjúkrabifreið.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024