Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Flugakademía Íslands endurvekur flugbúðir fyrir ungt fólk
Laugardagur 5. júní 2021 kl. 06:40

Flugakademía Íslands endurvekur flugbúðir fyrir ungt fólk

Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til sextán ára í sumar. Á námskeiðinu verður fjallað um allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta í flugheiminum.

Flugbúðir voru fyrst haldnar við Keili árið 2013 við góðar undirtektir og voru haldnar árlega eftir það fram til ársins 2019. Áhuginn fór iðulega fram úr sætafjölda og því ljóst að áhugi ungmenna á flugi og fluggeiranum var mikill.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Nú þegar farið er að rofa til og slaka á takmörkunum þykir okkur kjörið að endurvekja þetta gífurlega skemmtilega verkefni“ segir Alexandra Tómasdóttir, markaðsstjóri Flugakademíunnar. „Það er svo mikil ástríða í fluginu, það grípur áhuga okkar snemma á ævinni en fáir fá tækifæri til þess að komast í nálæg kynni við það fyrr en eftir sextán ára aldur. Þess vegna er frábært að geta veitt ungu, áhugasömu fólki tækifæri til þess að auka þekkingu sínu á sviðinu og fá smá sýn á bak við tjöldin í fluggeiranum.“

Vettvangsferðir munu skipa stóran sess í námskeiðinu, enda upplifun að fá að fara inn á flugverndarsvæðið og sjá þá fjölbreyttu flóru flugtengdra vinnustaða sem vanalega eru lokaðir almenningi.

Gestafyrirlesarar munu kynna þátttakendur fyrir daglegu lífi í starfi flugmanna og annarra í flugtengdum störfum. Þá hljóta allir þátttakendur tækifæri til að prófa að fljúga í fullkomnum flughermi Flugakademíunnar og afslátt af kynnisflugi í einni af kennsluvélum skólans.

Námskeiðið varir í þrjá daga frá 10. til 12. ágúst milli 09:00 og 15:00. Námskeiðið kostar 38.900 kr. og hádegismatur, námsgögn, vettvangsferðir og kynningartími í flughermi skólans eru innifalin í námskeiðsgjöldum. Takmarkað pláss er á námskeiðinu og hvetjum við því áhugasama til að skrá sig sem allra fyrst.

Skráning er hafin á flugakademia.is